Pulled Pork borgari
by Kolbrún ÝrPulled Pork borgari. Allir elska þessa uppskrift, konur og karlar og allir hinir.
Pulled Pork borgari
Rated 5.0 stars by 1 users
Category
kjöt
pulled pork
svínakvöt
Servings
10-12
Prep Time
30 hours
Cook Time
3 minutes
Höfundur
Kolbrún Ýr
Pulled Pork borgari sem að allir elska.
Ég gerði mína eigin sykurlausu bbq sósu en einnig má kaupa tilbúnar sósur.
Innihaldsefni
2,8 kg Svínabógur (með beini og fitu)
0,5L LITE bjór, má að sjálfsögðu vera önnur tegund eða pilsner
3 tsk hvítlauksduft
2-3 tsk salt, ég nota maldon salt
3-4 msk svartur pipar
1 msk chili krydd, ég nota í flögum
3 hvítlauksgeirar
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cumin krydd
½ haus lítill eða ¼ stór rauðkál
½ haus lítill eða ¼ stór hvítkál
1-2 msk Sriacha sósa (smakka til)
1-2 msk sítrónusafi (smakka til)
3 msk mæjónes
3 msk sýrður rjómi
salt og pipar (smakka til)
450 gr sykurlaus tómatsósa frá t.d. Felix
4 msk worcestershire sósa
2 msk rauðvínsedik
2 tsk salt, ég nota maldon salt klípur
2 msk laukduft
3 hvítlauksgeirar pressaðir
½ tsk cayenne pipar
1 msk sykurlaus sæta, ég notaði Sukrin Gold (púðursykur)
1 bolli vatn EF þér finnst sósan of þykk
Smakka til og bæta við því sem þér finnst þurfa ef þarf.
2 rauðlaukar
Setja í krukku, gott að gera kvöldið áður, geymist vel
Skera laukinn í sneiðar/bita
150 ml hvítvínsedik
150 ml rauðvínsedik
Svínabógur undirbúinn
Kryddhjúpur/blanda
Spæsí hrásalat
Sykurlaus bbq sósa
Pikklaður raðulaukur
Aðferð
Undirbúningur
Hita ofninn í 220°C.
Skera fituna af svína bóginum.
Blanda öllum kryddunum saman í skál, ásamt pressuðum hvítlauksrifjum. Setja smá ólífuolíu á kjötið og makið kryddinu yfir allt kjötið að ofan.
Setja kjötið inn í heitan ofn, ég eldaði mitt í gamla svarta steikarpottinum klassíska og var með lokið á, Ef er eldað í fati setja þá nokkur lög af álpappír yfir. Setja smá vatn í pottinn og jafnvel 1-2 lauka. Baka kjötið í 30 mínútur.
Lækka hitann í 160° og elda áfram í ca 2,5 - 3 klsta, því lengur því betra. Inná milli ausa soðinu úr pottinum yfir kjötið. Hellið bjórnum / pilsner í pottinn
Taka kjötið uppúr pottinum og á bretti. Leyfa að kólna aðeins. Svo er bara að rífa kjötið niður með 2 göfflum eða setja í hrærivél og leyfa henni að rífa niður kjötið. Nota “hnoðarann”
Svo set ég rifna kjötið aftur í pottinn og helli bbq sósunni yfir og hita örlítið ( ég eldaði kjötið kvöldinu áður) Annars bara setja rifna kjötið í skál og setja bbq sósuna yfir og blanda saman.
Svo er bara að raða saman. Ég var með venjuleg hamborgarabrauð fyrir þá sem eru ekki á lágkolvetna eða keto og fyrir okkur sem eru keto eða lkl þá lágkolvetna hamborgarabrauð, ég notaði bara helminginn. Svo er líka mjög gott að einfaldlega sleppa brauðinu alveg, ég gerði þannig daginn eftir.
Minn borgari:botninn á hamborgarabrauðinu
kál
spæsí mæjónessósa (kokteilsósa með sriacha sósu)
rifið kjöt
spæsí hrásalat
pikklaður rauðlaukur
Recipe Note
Ég eldaði kjötið kvöldið áður en ég var með matarboðið, gott stundum að vinna sér í haginn.
Sama dag og ég var með boðið þá blandaði ég bbq sósunni saman mig kjötið og hitaði það þannig upp.
Daginn eftir fékk ég mér þetta og þá sleppti ég brauðinu og mér finnst það eiginlega betra svoleiðis, en svo er smekkurinn misjafn.